top of page

Fullt af litlu fólki / Lots of tiny people


TEXTI Í SÝNINGARSKRÁ – FULLT AF LITLU FÓLKI

Inngangur

Sýningarverkefnið „Fullt af litlu fólki“ skoðar hið andlega í listum. Titillinn er sóttur í skýringarmynd sem austurríski mannspekingurinn Rudolf Steiner teiknaði á fyrirlestri sem hann hélt árið 1922, en hann vandi sig á að teikna myndir til stuðnings við hið talaða orð þegar hann hélt fyrirlestra. Steiner er aðallega þekktur fyrir kenningar um andleg vísindi. Á þessum tímum voru miklar hræringar í listgildinu. Listamenn leituðu handan við efnisheiminn og horfðu til nýrrar heimsmyndar nýaldarfræða, dulspeki, spíritisma, esóterisma og andlegra vísinda, með það að markmiði að gera tungumál hins andlega sýnilegt. Gríski myndhöggvarinn Constantin Brancusi sökkti sér í rit búddíska dulspekingsins Jetsun Milarepa og hafði það afgerandi áhrif á myndmál hans; rússneski listmálarinn Vassilíj Kandinskíj sótti fundi hjá Guðspekifélaginu og dró þaðan þekkingu sem hann heimfærði yfir í óhlutbundin málverk og tímamótaritið Af hinu andlega í listum sem var gefið út árið 1911; annar rússneskur listmálari, Kasimír Malevitsj, smíðaði kenningar um súprematíska list og byggði þær í ríkum mæli á riti P. D. Ouspenskíjs um fjórðu víddina og heimsmyndakenningum armenska dulspekingsins G. I. Gurdjieff, og hollenski listamaðurinn Piet Mondrian stúderaði andleg vísindi Rudolfs Steiner þegar hann smíðaði kenningar sínar um nýplastisisma.

Í samtímalist gætir á ný aukins áhuga á verkum undir áhrifum esóterisma og andlegra vísinda. Að einhverju leyti má þakka það sýningu á krítartöfluteikningum Rudolfs Steiner og málverkum eftir sænsku listakonuna Hilmu af Klint í nútímalistasafninu í Stokkhólmi og á Feneyjartvíæringnum árið 2013, en líka ákveðinni endurskoðun á listasögunni sem kallar eftir athugun á inntaki listaverkanna og miðlun fremur en tengslum listarinnar við listina sjálfa, eins og lengi hefur tíðkast. Þar hefur Hilma af Klint svo sannarlega sérstöðu sakir þess að hún hefur nýlega verið dregin fram í sviðsljósið og viðurkennd sem frumkvöðull í myndlist, nú síðast í upphafi árs 2019 með risafenginni yfirlitssýningu í Guggenheim í New York sem sló aðsóknarmet í safninu. Mörg af verkum hennar eru innblásin af kenningum Steiners og dvaldi hún um skeið í Goetheanum, miðstöð mannspekinnar í Dornach í Sviss, til að stunda rannsóknir á esóterisma og andlegum vísindum.

Með sýningarverkefninu „Fullt af litlu fólki“ er hinu andlega fylgt eftir með því að tefla verkum samtímalistamanna saman við verk frumkvöðla. Frumkvæði að sýningunni eiga þær Guðrún Vera Hjartardóttir og Sigrún Halldóra Gunnarsdóttir (ÚaVon) sem hafa lengi velt fyrir sér hvernig andleg iðkun þeirra og áhugi á mannspeki geti samræmst listsköpun þeirra. Fengu þær þá Jasper Bock og Jón B.K. Ransu til liðs við sig og saman mótuðu þau undirstöður sýningarinnar. Í því ferli tók hugmynd sér bólfestu í verkefninu að fá lánaðar nokkrar af krítartöflum Rudolfs Steiner sem ákveðna þungamiðju fyrir þátttakendur, því þótt töflurnar hefðu aldrei verið ætlaðar sem myndlist geta þær vel átt í samræðu við list samtímans. Í kjölfarið bættust við verk eftir Hilmu af Klint og Joseph Beuys sem höfðu afgerandi tengsl við mannspekikenningar Rudolfs Steiner.

Það lá fljótt fyrir að leitað yrði eftir samvinnu við Gerðarsafn – Listasafn Kópavogs vegna tengingar þess við Gerði Helgadóttur, en hún gegnir sérstöðu í íslenskri listasögu sakir esóterískra og dulspekilegra rannsókna sem hún stundaði út frá heimsmyndakenningum G.I. Gurdjieffs.

Sýningin er innblásin af hugmyndinni um að andlega reynslu megi tjá á ólíkan máta og birtingarmyndir hennar séu margs konar í menningu samtímans. Þátttakendur sýningarinnar eiga það sameiginlegt að rannsaka andleg, spíritísk, esóterísk og/eða mannspekileg gildi og aðlaga þau myndlist, grafískri hönnun, dansi, tónlist og jafnvel fræðum, í von um að svipta burt hulunni á milli þess andlega og efnislega.

Jón B.K. Ransu

Introduction

The exhibition project „Lots of Tiny People“ investigates the spiritual in art. The title is taken from an explanatory drawing that the Austrian anthroposophist Rudolf Steiner drew during a lecture in 1922. He had a habit of drawing pictures to supplement the spoken word in his lectures. Steiner is mainly known for his theories on spiritual science during a time of great upheaval in the art world. Artists sought to see beyond the material world and looked to the worldview of new-age ideas, spiritism, esoterism and spiritual science, aiming to render the language of the spirit visible. The Greek sculptor Constantin Brancusi immersed himself in the writings of the Buddhist mystic Jetsun Milarepa which were to have transforming effect on his art; the Russian painter Vassily Kandinsky attended meetings at the Theosophical Society and transferred what he learned there to his abstract paintings and to the seminal book On the Spiritual in Art which was published in 1911; another Russian painter, Kasimir Malevich, developed a theory of what he called Suprematist art, based to a great degree on the writings P.D. Ouspensky on the fourth dimension and the cosmogenesis theories of the Armenian mystic G.I. Gurdjieff; the Dutch painter Piet Mondrian studied the spiritual science of Rudolf Steiner when he was developing his theory of neoplasticism.

In contemporary art we see a renewed interest in works that are influenced by esoterism and spiritual science. To some degree, this can be traced to an exhibition in Moderna Museet in Stockholm and The Venice Biennial of the blackboard drawings of Rudolf Steiner and the paintings of Hilma af Klint in 2013, but also to a certain reinterpretation of art history that calls for the consideration of the content or import of artworks, rather than the internal cohesion of historical art, as has long been the rule. In this regard, Hilma af Klint holds a special place because her work was discovered just a few decades ago and she has been given her rightful place as a pioneer in art, most recently with a large exhibition in the Guggenheim Museum in New York which broke all attendance records. Many of her works are inspired by the theories of Rudolf Steiner and she stayed for a while at Goetheanum, the anthroposophical centre in Dornach in Switzerland,, to study esoterism and spiritual science.

In the exhibition project “Lots of Tiny People”, the spiritual is pursued by bringing together works by contemporary artists and works by pioneers of visual spiritual language in art. The project was first conceived by Guðrún Vera Hjartardóttir and Sigrún Halldóra Gunnarsdóttir (ÚaVon) who had long been thinking about how their spiritual practice and interest in anthroposophy could be meshed with their artistic work. They brought in Jasper Bock and Jón B.K. Ransu to assist and together they developed the foundation of the exhibition. In this process, the idea emerged that they could borrow a few of Rudolf Steiner’s blackboard drawings to provide a sort of mooring for the other participants. Although these pictures were not intended to be viewed as art, they can function well in a dialogue with contemporary art. Later were added works by Hilma af Klint and Joseph Beuys, both of whom had a strong connection to the anthroposophical theories of Rudolf Steiner.

It was soon decided to seek the cooperation of Gerðarsafn – Kópavogur Art Museum due to its connection to Gerður Helgadóttir, whose research on esoterism and the theories of G.I. Gurdjieff set her apart in the history of Icelandic art.

The exhibition is inspired by the idea that spiritual experience can be expressed in various ways and its manifestations can take on various forms in contemporary culture. The participants share the experience of having done research on spiritual, esoteric and/or anthroposophical values and adapted them to their practice in visual art, design, dance, music and even in theory, hoping to tear apart the veil that separates the spiritual and the material realms.

Jón B.K. Ransu

Þátttakendur / Contrubutors

Hilma af Klint (SE), Gerður Helgadóttir (IS), Rudolf Steiner (AT/CH), Joseph Beuys (De), Guðrun Vera Hjartardóttir (IS), Sigrún Halldóra Gunnarsdóttir/ Úa Von (IS), Elsa Dórótea Gísladóttir (IS), Dawn Nilo (CA/US/CH), Martje Brandsma (NL), Silvana Gabrielli (IT,CH), Sati Katerina Fitzova (UK), Philipp Tok (DE/CH), Julius Rothlaender (DE/IS), Ruth Bellinkx (BE), Erla Þórarinsdóttir (IS), Páll Banine (IS), Walter Kugler (DE/CH), Johannes Nilo (SWE/CH), Edward de Boer (NL), Jón B. K. Ransu (IS), Jasper Bock (DE/IS).

Sýningarstjórn / Curators

Guðrun Vera Hjartardóttir (IS), Jasper Bock (DE/IS), Jón B. K. Ransu (IS), Sigrún Halldóra Gunnarsdóttir/ Úa Von (IS).

Sýningarskrá: https://gerdarsafn.kopavogur.is/asset/3310/syningarskra_fulltaflitlufolki.pdf

Exhibitions
bottom of page