PopOp
Hilma stúdíur: Svanir
Hilma Studies: Swans
Two Worlds
Two swans face each other. They are almost a reflection of each other, except one of the them is black on a white canvas and the is white on a black canvas. They depict an image of duality, divided like representatives of two different worlds that meet by an invisible wall where only their beaks and the tips of their wings touch in a heart rendering dance. There is always conflict in duality. The German philosopher Friedrich Nietzsce gave them the image of the Greek gods Apollo and Dionysus, who represented the divine and the natural, the spiritual and the physical, the powers fighting for man‘s soul as well as art.
Duality implies there is a divide between body and soul, the materialistic and spiritual. And a swan is truly an appropriate model for such a divide, a divine symbol in earthly form. However, the partition is incomplete, for we‘re taught that man‘s action will affect the soul. It could be said that in a sense the material and spiritual worlds create ripples between them. It‘s no coincidence that the swans are depicted as a reflection. They follow the ripples between the two worlds.
Before painting the swans, the Swedish artist Hilma af Klint, had taken a two year break from painting to study the esotericism and anthroposophy of Austrian esotericist Rudolf Steiner.
Hilma af Klint perceived her previous works also as a bridge between two worlds, not metaphorically, she claimed, but real messages from another dimension. Klint was psychic and had a spiritual relationship with an entity she named Amaliel. At a séance in 1904, Amaliel gave her instructions to paint pieces that examined man‘s immortality on an astral plane, i.e. the pieces were to speak to the human astral form rather than the physical. These pieces were abstract and among the first such in art history.
After finishing the assignment given by Amaliel and immersing herself in the esotericism and mysticism af Steiner, Klint started to paint her own visions and ideas about the connection between matter and spirit. An intricate symbolism began appearing in her work and the swans are a part of the artist‘s developmental journey. Many aspects of her work are influenced by Eastern philosophy, such as Taoism or yin and yang, but there are also references to Christian symbolism and Hilma herself said she was wrestling with the unification of the masculine and feminine in her Swan-series.
Hilma af Klint always worked in series of paintings and this particular series follows the metamorphosis of the swans from representative images to abstractions. And in the last part of the series the merger of the swans is complete in a circular form. Only the use of colours suggests a possible duality.
Hilma studies: Swans is an ode to Hilma af Klint‘s Swan-series and an attempt at exploring the works of an artist who was able to interpret two worlds at once.
Jón B. K. Ransu
________________________________________________
Tveir heimar
Tveir svanir snúa andspænis hvor öðrum. Þeir sýnast vera í spegilmynd nema hvað einn er svartur á hvítum fleti en hinn hvítur á svörtum fleti. Þeir sýna okkur mynd tvíhyggju, sundraðir eins og fulltrúar tveggja ólíkra heima sem mætast við ósýnilegan vegg þar sem eingöngu goggar þeirra og vængbroddar snertast í átakalegum dansi. Í tvíhyggju eru ætíð átök. Þýski heimspekingurinn Friedrich Nietzsche gaf þeim ímyndir grísku goðanna Apollóns og Díonýsusar, sem stóðu fyrir hið himneska og hið náttúrulega, hið háleita og hið líkamlega, öflin sem tækjust á í sálum manna sem og í listinni.
Tvíhyggja segir okkur m.a. að aðgreining sé á milli líkama og sálar, á milli efnis og anda. Og svanur er vissulega viðeigandi fyrirmynd fyrir slíka aðgreiningu, enda himneskt tákn í jarðnesku formi. Aðgreiningin er þó ekki alger því öllu jafnan er okkur kennt að gjörðir manna hafi áhrif á sál þeirra. Að því leytinu má segja að efnisheimurinn og sá andlegi myndi gárur sín á milli. Svanirnir eru því ekki í spegilmynd fyrir tilviljun. Þeir fylgja gárunum milli heimanna tveggja.
Áður en sænska listakonan Hilma Af Klint málaði myndina af svönunum hafði hún tekið sér tveggja ára hvíld á málaralistinni til að stúdera esóterisma og mannspeki austurríska dulhyggjumannsins Rudolf Steiners.
Fyrri verk Hilmu Af Klint höfðu reyndar líka verið hugsuð sem brú á milli tveggja heima, þó ekki táknfræðilega, heldur sagði hún málverk sín vera skilaboð frá annarri vídd. Hilma hafði nefnilega skyggnigáfu og var í skyggnu sambandi við veru að nafni Amaliel. Á miðilsfundi árið 1904 gaf Amaliel henni þau fyrirmæli að mála verk sem fjölluðu um ódauðleika mannsins er tengdust astral sviðinu, þ.e. að verkin áttu að tala til astral líkama mannsins fremur en þess jarðneska. Þessi verk voru óhlutbundin og í listsögulegu tilliti einhver fyrstu málverk af þeim toga.
Eftir að hafa lokið við verkefnið sem Amaliel setti henni og sökkt sér í esóterisma og dulvísindi Steiners hóf Hilma að túlka eigin sýnir og hugmyndir um tengsl efnis og anda í málverk. Margslungin táknfræði tók þá að birtast í verkum hennar og eru svanirnir hluti af þeirri þróun listakonunnar. Margt í verkunum minnir á austurlenska speki, s.s. taoisma eða ying og yang, en talsvert er um vísanir í Kristin tákn og sjálf sagði Hilma að í svanamyndunum væri hún líka glíma við samruna hins karllæga og kvenlega.
Hilma Af Klint vann ætíð í myndröðum og í umræddri myndröð má fylgjast með umbreytingarferli svananna frá hlutbundnum í óhlutbundnar táknmyndir. Og í síðasta hluta málverkanna er sameining svananna alger í hringlaga formi. Eingöngu litbrigði minna á mögulega tvíhyggju.
Hilma stúdíur: Svanir er óður til þessara verka Hilmu Af Klint og tilraun til að horfa í verk listakonu sem sá frá einum heimi í annan.
Jón B. K. Ransu