top of page

Hreinn hryllingur: Form og formleysur í samtímalist

Í samtímalist stöndum við í auknum mæli frammi fyrir þeirri undarlegu þversögn að við löðumst að listaverkum sem virka í senn óþægileg, andstyggileg og jafnvel ógnandi.

Í þessari bók skoðar höfundur forfræðileg einkenni slíkra listaverka í tengslum við ótal kvikmyndaminni og kenningar um eðli hryllings.

Til umfjöllunar eru listaverk eftir íslenska jafnt sem erlenda listamenn.

Leiðarstef bókarinnar er málverkið Ópið eftir norska listmálarann Edvard Munch, en verkið snertir merkilega marga þætti hryllingsins, til dæmis skynvillur, blendingsform, formleysur, úrkast, óhugnaðarkennd og líkamshrylling.

2019

Valtýr Pétursson

Bókin um Vltý Pétursson inniheldur fræðilegar greinar eftir Önnu Jóhannsdóttur og Jón B. K. Ransu um listferil Valtýs og störf hans sem listgagnrýnanda auk fjölda ljósmynda af listaverkum. Bókin er gefin út af Listasafni Íslands í samvinnu við Listaverkasafn Valtýs Péturssonar. Ritstjóri er Dagný Heiðdal.

2016

Málverkið sem slapp út úr rammanum

Þessi bók fjallar um málverkið eftir tilkomu ljósmyndarinnar, þegar listmálarar standa frammi fyrir því að myndgerð sé orðin almenn; að menn þurfi ekki lengur hæfni eða þekkingu til að búa til myndir. Greint er frá því hvernig málverið hóf að snúast um eigið eðli og einskorðast efni bókarinnar þarf að leiðandi við það hvernig listmálarar hafa glímt við spurningar á borð við ,, hvað er málverk?" og,,hvers vegna er þetta málverk?"

2014

Listgildi samtímans: Handbók um samtímalist á Íslandi

Listgildi samtímans:  Handbók um samtímalist á Íslandi er fyrsta bók sinnar tegundar á Íslandi. Hún fjallar um myndlist okkar tíma og er hún skoðuð í ljósi alþjóðlegra kenninga um list. Því er ekki um listsöguleg skrif að ræða heldur er verið að fjalla um listgildið og þá hvernig við metum hluti og gefum þeim merkingu sem list.

Höfundurinn, Jón B. K. Ransu, gengur út frá því að samtímalist sé metin út fá þremur ráðandi þáttum. Þeir eru; hugmyndafræði, markaðsfræði og fagurfræði.

„Verk þurfa á hugmyndafræði að halda til að fá merkingu sem list, markaðsfræðin segir til um verðmæti listaverkanna og stöðu listamanna í samtímalistasögunni, en fagurfræðin lítur að skynjuninni og myndmálinu sem listamaður notar til að miðla listaverkinu til annarra. Saman forma þessir þrír þættir ákveðin viðmið sem við gefum okkur þegar við metum list og er uppistaðan fyrir listgildi samtímans“.

Efni bókarinnar er helgað þessum þremur þáttum og eru þeir skoðaðir í samhengi við nokkur listaverk síðustu ára á Íslandi. Tekið skal fram að í bókinni er ekki verið að velja úrval listamanna eða listaverka, né heldur verið að skilgreina hvað sé góð list eða slæm. Megin markmiðið er að gera grein fyrir því hvernig við mælum listgildi samtímans og þannig skerpa á skilningi okkar á samtímalist.

2011

Gerður: Meistari glers og málma

Bók þessi fjallar um list Gerðar Helgadóttur, og ber hún titilinn Gerður. Meistari glers og málma . Ritstjóri bókarinnar er forstöðumaður safnsins, Guðbjörg Kristjánsdóttir, og ritar bæjarstjóri Kópavogs, Guðrún Pálsdóttir, innganginn. Í bókinni fjalla sjö höfundar um list- og æviferil Gerðar Helgadóttur myndhöggvara og glerlistamanns, þau Ásdís Ólafsdóttir listfræðingur, Françoise Perrot, fyrrverandi rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarstofnun franska ríkisins, Caroline Swash, deildarstjóri í glerdeild Central Saint Martins College of Art and Design í London, Listfræðingarnir Elísa Björg Þorsteinsdóttir og Guðbjörg Kristjánsdóttir og JBK Ransu, myndlistarmaður. Þá minnist Elín Pálmadóttir, rithöfundur og blaðamaður, Gerðar en þær voru vinkonur, og Guðbjörg Kristjánsdóttir tók saman æviatriði Gerðar.

Textar bókarinnar eru á íslensku, ensku og frönsku og er hún prýdd ljósmyndum af verkum Gerðar frá öllum ferli hennar. Ámundi Sigurðsson sá um hönnun bókarinnar.

.

2010

Please reload

bottom of page